360 Kanna 6m+
230ml / 6m+ / Blár
2.290 kr
Lýsing
360 kannan frá Twistshake er góð til þjálfunar fyrir smábörn sem eru að byrja að drekka úr glasi. Með könnunni er hægt að drekka úr hvaða hlið sem er með því einfaldlega að halla könnunni og drekka frá þeirri hlið sem kosið er, alveg eins og úr venjulegu glasi, nema án þess að sulla. 360 kannan er með sérstaka sílikon virkni þannig að hún verður alveg lekafrí, jafnvel þó að kannan sé á hvolfi. Kannan er hönnuð þannig að þegar að barnið hættir að drekka lokar kannan fyrir rennslið svo kannan leki ekki. Einnig getur barnið stýrt rennslinu sjálft með sogkrafti sínum. Gott grip er á könnunni og getur barnið bæði haldið í handföng sem fest eru á könnuna, eða haldið beint utan um hana. Til að vernda könnuna fylgir einnig lok yfir stútinn í sama lit og kannan er í og er auðvelt að setja það á og taka það af. Einnig er hægt að stafla nokkrum könnum saman með lokinu á.
Kannan er einföld í þrifum og til að einfalda þrifin enn meira mælum við með Twistshake flöskuburstanum. Einnig má setja könnuna í efri grindina í uppþvottavél.
Kannan er einföld í þrifum og til að einfalda þrifin enn meira mælum við með Twistshake flöskuburstanum. Einnig má setja könnuna í efri grindina í uppþvottavél.
Eiginleikar
- BPA frí vara - öruggar vörur fyrir þig og barnið þitt.
- Hlífðarhetta - Verndar innihald könnunar fyrir bakteríum, óhreinindum og ryki.
- Lekafrí - með sílikonþéttingu, sem hægt er að fjarlægja, sem kemur í veg fyrir leka og forðast að barnið helli á sig.
- Vistvæn hönnun - Mjúkt handfang fyrir þægilegt grip sem auðveldar barninu þínu að halda sjálft á könnunni.
- Leyfir barninu að þjálfa sig í að drekka úr venjulegu glasi. Lögun könnunar gerir barninu kleift að drekka úr öllum hliðum.